Bergey til veiða eftir kórónuveirustopp

14.Desember'21 | 12:03
20201215_115019

Bergey VE í Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Bergey VE hélt til veiða að loknu kórónuveirustoppi um miðnætti á sunnudag en þá hafði skipið verið frá veiðum í vikutíma. 

Alls smituðust sex menn úr áhöfn skipsins og þeir síðustu úr þeim hópi munu væntanlega ekki geta hafið störf á ný fyrr en á sunnudag. Bergey sigldi strax austur fyrir land og mun væntanlega landa í Neskaupstað á fimmtudag að sögn Arnars Richardssonar, rekstrarstjóra Bergs-Hugins.

Arnar segir í samtali við vef Síldarvinnslunnar að menn séu afar ánægðir með að þessu stoppi skuli vera lokið. „Nú vona menn bara að það fiskist vel og þá verður allt í himnalagi á ný.“

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.