Hálfur milljarður fyrirhugaður í uppbyggingu íþróttamannvirkja

7.Desember'21 | 11:31
vellir

Til stendur að verja rúmum hálfum milljarði til uppbyggingar íþróttamannvirkja á næstu þremur árum. Ljósmynd/TMS

Þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2023, 2024 og 2025 var lögð fram til seinni umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja síðastliðinn fimmtudag.

Fyrsta stóra verkefnið er gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvelli

Fram kom í framsögu bæjarstjóra að undurbúningsvinna hafi verið í gangi til að meta framtíðarþörf á uppbyggingu íþróttmannvirkja. Ljóst er að Íþróttamiðstöðin er komin til ára sinna og þarfnast mikils viðhalds. Rétt er að skoða alla þess hluti í samhengi en þetta er framtíðarverkefni til næstu 10 ára. Fyrsta stóra verkefnið er gervigras og flóðlýsing á Hásteinsvelli. Unnið verður eftir framtíðarsýn uppbyggingar íþróttamannvirkja. Jafnframt stendur til að gera þriggja ára samning við Golfklúbb Vestmannaeyja um uppbygginu á aðstöðu golfvallarins.

Stefnan er að komið verði gervigras á Hásteinsvöll árið 2023

Haft er eftir Haraldi Pálssyni, framkvæmdastjóra ÍBV-íþróttafélags á vef Fréttablaðsins í dag að fulltrúar félagsins hafi skoðað hvert nýtingarhlutfall Hásteinsvallar hafi verið undanfarin ár og rætt var við ýmsa íþróttafulltrúa og framkvæmdastjóra hjá öðrum félögum til að skoða nýtingarhlutfall þeirra.

„Það var síðan efnt til félagsfundar þar sem niðurstöðurnar voru kynntar áður en kosið var um næstu skref félagsins. Stjórnin hafði ákveðnar hugmyndir um framtíðarsýn fyrir félagið sem var samþykkt á fundinum, þær hugmyndir horfðu til þess að byggt yrði félagsheimili við völlinn og handknattleikssalur, ásamt því að stækka knattspyrnuhúsið sem er hálfur völlur í dag. Að lokum kusu félagsmenn um forgangsröðunina og það varð ofan á byrjað yrði á því að leggja gervigras og koma á flóðlýsingu á Hásteinsvöll,“ segir Haraldur, en gert er ráð fyrir að gervigrasið verði tilbúið árið 2023.

Viðbygging við Hamarsskóla stærsta einstaka framvæmd bæjarfélagsins á næstu 2 árum

Þá sagði bæjarstjóri í framsögu sinni að verið sé að vinna forvinnu við hönnun á nýbyggingu Hamarsskóla. Til stendur að bjóða út verkið og hefja framkvæmdir á árinu 2022. Þegar búið verður að byggja við Hamarsskóla verða 5. ára deildin, 1.-4. bekkur GRV, Frístundaverið og Tónlistarskólinn undir sama þaki. Að auki verður bylting í aðstöðu fyrir alla starfsemi skólans m.a. með tilkomu samkomu- og matsalar. Um er að ræða stærstu einstöku framvæmd bæjarfélagsins á næstu 2 árum.

Sér fyrir endann á endurbótum á fráveitulögnum

Síðastliðin 10 ár hefur verið unnið nokkuð ötullega að endurbótum á fráveitumálum. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum Vestmannaeyjabæjar árið 2025. Það á hvort tveggja við um framkvæmdir sem þarf að ráðast í vegna reglna og kvaða sem settar eru af yfirvöldum og endurnýjun á 50 ára gömlum lögnum undir höfninni, en þær lagnir gáfu sig að hluta á síðasta ári og voru framkvæmdar bráðabirgðaviðgerðir á þeirri lögn.

2 milljarðar áætlaðir í eignfærðar framkvæmdir á árunum 2023-2025

Áætlaðar eignfærðar framkvæmdir eru 2.059 milljónir króna. Áætlað er að framkvæma fyrir 914 milljónir árið 2023. 802 milljónir árið 2024 og 343 milljónir 2025.

Þessu tengt: Milljarður í framkvæmdir á næsta ári

Stærstu verkefnin eru:

Í milljónum króna   2023   2024   2025   Samtals
Hamarsskóli 400  200   600
Uppbygging íþr.mannvirkja 170  180 180 510
Fráveituframkvæmdir 75   70   30 175 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.