Dagatal fyrir bragðlaukana: Kornfleks-toppar frá Íslandi

6.Desember'21 | 10:18
bragdl_6_des_fb

Kornfleks-toppar frá Íslandi

Multicultural Center Vestmannaeyjar ætlar að hafa jóladagatal á Facebook í desember! Til þess að fagna fjölbreytileikanum ætlum við að hafa uppskriftir af jólamat frá mismunandi löndum í 24 daga í desember.

Ein uppskrift á dag mun birtast á facebook síðunni og tilvalið fyrir nýungagjarna sælkera að prófa sig áfram með jólauppskriftir frá Rúmeníu, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Portúgal og Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu birtast 2 gamlar og góðar frá Íslandi. Uppskriftirnar verða birtar bæði á ensku og íslensku svo að sem flestir geti notið þeirra.

Advent calendar/Jóladagatal (english below)

Day 6/ Dagur 6 - Drífa Þöll Arnardóttir - Iceland/ Ísland

Kornfleks-toppar frá Íslandi

Innihaldsefni:

  • 6 eggjahvítur
  • 500 gr ljós púðursykur (má nota venjulegan púðursykur eða hrásykur)
  • 100 gr saxaðar möndlur (hægt að kaupa tilbúið)
  • 150 gr suðusúkkulaði, brytjað
  • 5 bollar kornfleks

Aðferð:
Setjið eggjahvítur og púðursykur í hrærivélaskál og þeytið vel. Gott er að miða við að ekkert leki þó að skálinni sé snúið á hvolf.
Brytjið súkkulaðið í smátt.
Setjið möndlur, súkkulaði og kornfleks út í eggjablönduna og hrærið varlega saman.
Setjið bökunarpappír á plötu.
Notið teskeiðar til að setja deigið á plötuna, hafið 2-3 cm bil á milli.
Bakið við 170°Celcius á blæstri í u.þ.b. 10 mínútur.

Cornflakes-meringue cookies from Iceland

Drífa Þöll Arnardóttir

Ingredients:

  • 6 egg whites
  • 500 gr light brown sugar (you can also use regular brown sugar og raw sugar)
  • 100 gr chopped almonds (you can buy it ready at the store)
  • 150 gr dark chocolate, chopped
  • 5 cups cornflakes

Method:
Put egg whites and sugar in a mixing bowl. Whip to stiff peaks. The consistency should be that good that if you turn the mixing bowl uside down the egg whites stay in the bowl without running.
Chop the chocolate finely.
Put the almonds, chocolate and cornflakes into the mixing bowl and stir gently to mix everything together.
Put a baking sheet on a baking tray.
Use teaspoons to put the dough on the baking tray with 2-3 cm apart.
Bake at 170°Celcius in a fan assisted oven for about 10 minutes.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.