Jóladagatal Listasafnsins
4.Desember'21 | 07:20Enn einn Eyjamaður birtist er glugginn að fjórða degi desember er opnaður. Listaverk dagsins skipar sérstakan sess í sögulegri vitund okkar.
Ekki einasta er það eftir einn dáðasta listamanninn frá Vestmannaeyjum, Guðna Hermansen, heldur má líta á það sem spásögn eða forboða að því sem gerðist þó svo að það gæti ekki gerst – að minnsta kosti næstu nokkur þúsund árin. Hefnd Helgafells er ákall listamannsins til fjallsins að það bregðist sjálft við malartökunni sem þá hafði staðið lengi yfir.
Málverkið er frá 1971 er Guðni hafði farið í sína fyrstu og síðustu mótmælagöngu enda miklu nær að kalla fram viðbrögð með því að nota mátt pensilsins. Árið 1972 keypti Jóhanna Hermannsdóttir verkið og flutti til Bandaríkjanna þar sem það var allar götur til 2018 er Gísli Pálsson prófessor frá Bólstað varð meðalgöngumaður um að Jóhanna gæfi Vestmannaeyjabæ verkið og annar Eyjamaður, Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra sá um flutning á einstöku listaverki yfir hafið og heim aftur.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.