Dagatal fyrir bragðlaukana: Heilsteiktur grís frá Spáni
4.Desember'21 | 09:33Multicultural Center Vestmannaeyjar ætlar að hafa jóladagatal á Facebook í desember! Til þess að fagna fjölbreytileikanum ætlum við að hafa uppskriftir af jólamat frá mismunandi löndum í 24 daga í desember.
Ein uppskrift á dag mun birtast á facebook síðunni og tilvalið fyrir nýungagjarna sælkera að prófa sig áfram með jólauppskriftir frá Rúmeníu, Þýskalandi, Hollandi, Spáni, Portúgal og Póllandi svo eitthvað sé nefnt. Einnig munu birtast 2 gamlar og góðar frá Íslandi. Uppskriftirnar verða birtar bæði á ensku og íslensku svo að sem flestir geti notið þeirra.
Dagur 4 - Rodrigo A. Martínez Catalan - Spain/Spánn
Cochinillo al horno - Heilsteiktur grís frá Spáni
Hráefni:
- 1 stk. heill grís: 4 kg
- 200 gr. svínafeiti
- 4 hvítlauksrif
- 3 lárviðarlauf
- gróft salt
- timian
- óreganó
- Undirbúningur:
- Hitið ofninn í 150°Celcius
- Skolið og þurrkið grísinn, að innan og utan
- Saxið hvítlaukinn smátt
- Blandið hvítlauknum við svínafeitina, timian og óreganó
- Nuddið kryddblöndunni á grísinn
- Saltið
Setjið grísinn á grind og grindina í eldfast mót, álform eða steikarpott. Bætið vatni í botninn og gætið þess að vatnið snerti ekki kjötið. Eldið grísinn í 1 og ½ klukkustund. Ausið soði yfir kjötið öðru hvoru til að forðast að kjötið þorni.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.