Sú besta og sú markahæsta framlengja við ÍBV

3.Desember'21 | 12:55
olga_ibvsport

Olga Sevcova var valin besti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Ljósmynd/ibvsport.is

Knattspyrnukonurnar Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova hafa framlengt samninga sína við ÍBV og munu leika með liðinu í efstu deild næsta sumar.

Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags. Þar segir jafnframt að fréttirnar séu mikið gleðiefni fyrir félagið en leikmennirnir sem eru báðir frá Lettlandi hafa leikið vel með félaginu.

Olga mun því spila sitt þriðja tímabil með liðinu en hún skoraði sex mörk í 16 leikjum í Pepsi Max deildinni í ár. Hún var valin besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.

Viktorija lék sitt fyrsta tímabil með ÍBV í ár og var markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk í deild og bikar. Hún skoraði tvö mörk í frábærum sigri liðsins á Breiðabliki í upphafi móts og þrennu gegn Fylki í síðasta leik tímabilsins. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...