Einar Friðþjófsson skrifar:

Minning: Ólafur H. Sigurjónsson

2.Desember'21 | 06:05
olafur_hr_kerti

Ljósmynd/samsett

Í dag fer fram útför Ólafs Hreins Sigurjónssonar fyrrverandi skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum.

Mig langar að minnast hans sem samstarfsfélaga, vinar og bridgefélaga. Kynni okkar hófust 1976 er við kenndum saman í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og síðar í Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Við unnum nánast óslitið saman þar til hann hætti störfum fyrir nokkrum árum.

Í Gagnfræðaskólanum myndaðist meðal  kennaranna og eiginkvenna þeirra mjög sterk vináttubönd sem héldust þar til yfir lauk. Vorum við kölluð kommaliðið af hópi Eyjamanna. Við brölluðum ýmislegt saman. Gerðum laufabrauð, tókum hálft naut, brugguðum bjór, þar sem Ólöf Margrét fann bjórtappa í nautahakkinu, og vorum í spurningakeppnisklúbb svo eitthvað sé nefnt. Svo vorum við Óli makkerar í bridge þangað til að félagið lagðist af. Þar gat nú stundum slegið í brýnu vegna sagna þar sem við Óli vorum svolítð ólíkir og túlkuðum kerfið á misjafnan hátt.

Einu mun ég þó  verða Óla eilíflega þakklátur fyrir er hann hafði samband 1989 og bauð mér kennarastöðu við FÍV. Sem ég þáði og er enn.

Eitt að lokum langar mig að minnast á og er húmorinn hans Óla sem var í senn dálítið dulinn og ironískur en um leið beinskeittur. Hann var að vísu stundum lengi að segja brandara en flestir skiluðu sér þó. En einn er sá brandari sem Óli reyndi oft að segja og er kallaður kóngulóarbrandarinn. Enginn í vinahópnum veit enn hvernig hann endaði. En kannski ætlaði hann að geyma endinn þangað til í efri hæðum.

Ég kveð í dag góðan vin og frábæran stamstarfsfélaga.

Ögga og fjölskylda! Innilegar samúðarkveðjur.

 

Einar Friðþjófsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.