Kiwanis gefur spjaldtölvur

25.Nóvember'21 | 10:23
spjaldtolvugjof_vestm_is

Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Tómas Sveinsson og Haraldur Bergvinsson fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Helgafells gáfu á dögunum öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar þrjár spjaldtölvur.

Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldri borgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur. Verkefnið hefur það markmið að nýta tæknina til að efla sjálfstæði eldri borgara. Tekið verður tillit til óska fólks og hvað skiptir það máli. Meðal annars er möguleiki á að kenna fólki að nýta sér heilsuveru.is til að endurnýja lyf, panta sér tíma og vera í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Einnig að kenna fólki á samskiptaforrit eins og til dæmis Skype. Það getur verið erfitt að finna tíma í nútímasamfélagi, en myndsamtöl eru hentug til að auka samskipti við ættingja og vini.

Samfélagsmiðlar eru einnig góðir til að fylgjast með fjölskyldu og vinum og til að vera í samskiptum við aðra. Auk þess getur fólk lært á heimabanka o.fl. Verkefnið mun hefjast á næstu vikum og er ætlað sem undirbúningur til að fylgja þeirri framþróun sem á sér stað í tæknilausnum í þjónustu við eldri borgara.

Fyrir hönd öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar er félagsmönnum í Kiwanisklúbbnum Helgafell færðar hugheilar þakkir fyrir gjöfina, segir í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.

Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu, tóku við gjöfinni fyrir hönd öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.