Framhald bólusetninga í Eyjum

8.Nóvember'21 | 15:51
influensa_sprauta

Framundan eru bólusetningar bæði gegn innflúensu og gegn covid-19.

Árlegar inflúensubólusetninga - í þessari viku er haldið áfram bólusetningum fyrir forgangsgópa og er opinn tími á morgun, 9. nóvember, frá kl 13:30 - 15:00 á heilsugæslunni.

Í næstu viku verður opnað yfir fólk utan áhættuhópa og verður opinn tími þriðjudaginn 16. nóvember frá kl 13:30 -15:00 og svo framvegis á fimmtudögum kl 14:00 - 14:30 meðan birgðir endast.

Athugið að minnsta kosti 2 vikur verða að vera milli inflúensu og covid bólusetningar, segir í tilkynningu frá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum.

Covid bólusetning

Miðvikudaginn 10. nóvember getur fólk sem ekki hefur fengið neina bólusetningu, þar með talið þeir sem fengu covid.  Þeir sem einungis hafa fengið eina bólusetningu með pfizer eða Astra Zenica skráð sig í bólusetningu á heilsugæslunni, sími 4322500. 

Viljum einnig hvetja heilbrigðisstarfsfólk og starfsmenn lögreglu og sjúkraflutninga sem ekki hafa fengið bólusetningu 3 til að skrá sig.

Miðvikudaginn 17. nóvember verður bólusett í Íþróttahúsinu fyrir þá sem eru 60 + og fólk í ákveðnum áhættuhópum sem komnir eru á tíma.  6 mánuðir eiga að líða milli 2 og 3 skammtas af covid bólusetningum.  

Fólk mun fá boð í síma og strikamerki.  Ef þú ert 60 + , liðnir 6 mánuðir og þú færð ekki boð er þer velkomið að mæta í Íþróttahúsið kl 13 miðvikudaginn 17. nóvember og sama á við um þá sem af einhverjum ástæðum eru með enga eða 1 bólusetningu, segir að endingu í tilkynningunni.

Tags

HSU COVID-19

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.