Safnahelgin - hvað er í boði í dag?

4.Nóvember'21 | 07:29
safnahu_inng

Tveir af þremur dagskrárliðum dagsins eru í Safnahúsinu. Ljósmynd/TMS

Í dag, fimmtudag, hefst hin árlega Safnahelgi í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni er óvenjulega fjölbreytt dagskrá í boði þá fjóra daga sem dagskráin spannar.

Safnahelgin hefst formlega kl. 17:00 með setningu í Stafkirkjunni þar sem sr. Guðmundur Örn Jónsson setur dagskrána og Kristín Jóhannsdóttir fer yfir það helsta sem í boði er á komandi dögum. Hinn landsþekkti Magnús R. Einarsson, sem lék m.a. í Þokkabót, mun gleðja gesti með tónum sínum.

Áður hefur Ljósmyndasafn Vestmannaeyja þjófstartað en í Safnahúsinu kl. 13:30-15:30 munu starfsmenn draga fram elstu myndir úr fórum safnsins í bland við nýrri, sem sýna inn í horfinn heim allt frá síðari hluta 19. aldar. Einstaklega forvitnileg dagskrá.

Kl. 19:00-21:00 opnar í Einarsstofu sýningin Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun. Í kjölfar opnunar verður boðið upp á leiðsögn í lopapeysuprjóni fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Sýningin er samstarfsverkefni Heimilisiðnararsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins, húss skáldsins. Nokkrir einstaklingar verða með ullar- og lopavarning til sölu og sýnis. Tilvalið í jólapakkann.

Hér má sjá alla dagskrá helgarinnar.

 

stafkirkjan-768x512

Stafkirkjan.

lopapeysur

Íslenska lopapeysan.

JNT Bærinn á Eystra-Stakkagerðisjörðinni JNT 7_665

Ein úr ljósmyndasafninu.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).