COVID-19:

Innan við 10 einstaklingar skráðir í einangrun

28.Október'21 | 13:25
20210511_163442

Heilsugæslan í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

„Staðan er áfram almennt góð í Eyjum. Erum áfram undir 10 einstaklingum sem eru skráðir í einangrun. Það greindist smit hjá nemanda í grunnskólanum sem talið er að hafi borist gegnum landamærin.”

Þetta segir Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslunni í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjar.net. Davíð segir að fáir nemar séu útsettir, en að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana og skólastjórnendur unnið með smitrakningarteyminu. 

„Einhver hópur barna er í smitgát og sóttkví, flest úr sama árgangi. Ég er bjartsýnn á að þetta sé afmarkað smit en það kemur betur í ljós í sýnatökum við lok sóttkvíar og smitgátar.” segir hann.

 

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.