Áfram fundað um flugsamgöngur

28.Október'21 | 07:02
IMG_5992

Flugvöllurinn í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja segir að flugsamgöngur við Vestmannaeyjar hafi legið niðri í tvo mánuði og er afar brýnt að þeim verði komið á sem allra fyrst með aðkomu ríkisins. 

Brúa þarf bilið á meðan unnið verður að varanlegri leið í sátt við stjórnvöld og hagsmunaaðila sem tryggja flugsamgöngur allt árið. Flugið er og verður afar mikilvægt íbúum og atvinnulífinu. Bæjarráð hefur fundað tvisvar sinnum með fulltrúum samgönguráðuneytis og Vegagerðarinnar.

Bæjarstjóri hefur þegar óskað eftir nýjum fundi með Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu sem allra fyrst vegna málsins og beðið er svara, segir í bókun bæjarstjórnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.