Meistaradeildin:

Vitaverðirnir vitja ekki vitans - Myllumenn bjóðast til að aðstoða

22.Október'21 | 13:45
vitinn_2021_okt

Vitinn í Herjólfsdal.

Það hefur án efa ekki farið framhjá neinum að Vitinn eða "kertastjakinn" eins og mannvirkið er oft kallað stendur enn upp í Herjólfsdal.  Venjan mun vera sú að mannvirki Þjóðhátíðar eru tekin niður fljótlega eftir hátíðina en sú hefur ekki verið raunin nú með Vitann.

Eyjar.net fór á stúfana og hafði upp á Myllustjóranum Jóhanni Péturssyni. Hann hefur fylgst grannt með gangi mála undanfarnar vikur í Herjólfsdal.  

„Málið er að Andri Hugo Runólfsson sem gerir allt þarna hjá þeim Vitamönnum hefur bara ekki tekist að fá neinn af þeim með sér í verkefnið. Munu þeir Vitamenn víst enn vera dauðþreyttir eftir að hafa komið Vitanum upp að Andri Hugo hefur ekki náð að koma þeim á fætur aftur. Ég þekki Andra og hann er góður drengur en því miður þá eru hinir ekki miklir verkmenn. En við Myllumenn munum á næstunni setja okkur í samband við Andra Hugo og bjóða fram okkar aðstoð við að koma Vitanum niður áður en ÍBV verður sektað.” segir Jóhann og bætir við að það sé vitavonlaust að hafa þetta mannvirki fyrir augum almennings í fleiri mánuði. ,,Ég veit um þó nokkra sem treysta sér ekki í Dalinn á meðan þetta er þarna.”

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).