Framkvæmdum við nýja slökkvistöð miðar áfram

18.Október'21 | 06:15
slokkvist_0921

Nýja slökkvistöðin er að taka á sig mynd. Hún er sambyggð þjónustumiðstöð Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Við Heiðarveg 14 er unnið að byggingu nýrrar slökkvistöðvar. Framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir í síðustu viku framvinduskýrslu vegna framkvæmda við húsið.

Fram kemur í fundargerð ráðsins að framkvæmdastjóri og formaður ráðsins hafi farið yfir breytingar á verkinu sem aðallega hafa orðið vegna verra ástands eldra húss en áætlað var í upphafi.

Í framvinduskýrslunni segir að verkinu miði áfram og í dag sé staðan þessi:

  • Búið að steypa plan framan við sl.stöð.
  • Áætlað að malbika restina af plani framan við sl.stöð um/eftir miðjan október.
  • Búið að flísaleggja sal og herbergi í sl.stöð.
  • Nánast búið að flísaleggja gólf og veggi í starfsmannaaðstöðu 1.h.
  • Langt komið að setja gólfklæðningu í starfsmannaaðstöðu 2.h. en seinkun hefur orðið á afhendingu efnis.
  • Byrjað að byggja upp milliveggi í starfsmannaaðstöðu 2.h.
  • Stigi frá sal Þjónustumiðstöð að kaffistofu kominn upp.
  • Allar innihurðir í slökkvistöð komnar upp.
  • Festingar fyrir utanhússklæðningu komnar upp á N-gafli og byrjað að setja þær á A-gafl.

Nú ætti að fara að styttast í að ytra byrði hússins fari að taka á sig mynd. Sömuleiðis er einnig að komast góð mynd á starfsmannaaðstöðu 2.hæðar eftir nokkra töf en ekki fékkst efni á landinu í gólfklæðninguna í langan tíma og seinkun varð á afhendingu þess, segir að endingu í skýrslu Friðriks Páls Arnfinnssonar, slökkviliðsstjóra.

Í niðurstöðu framkvæmda- og hafnarráðs segir að ráðið samþykki fyrirliggjandi framvinduskýrslu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.