Ófært til Landeyjahafnar

17.Október'21 | 10:47
hebbi_snjor

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni partinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar. Ljósmynd/TMS

Ófært er orðið til Landeyjahafnar vegna veðurs. Því falla niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. 

Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Enn fremur segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar seinni partinn í dag þar sem ófært sé til Landeyjahafnar vegna bæði veðurs og sjólags. 

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00
  • Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45

Þeir farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum hafa verið færðir sjálfkrafa á milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs til þess að láta færa bókun sína. 

Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eigin búnað (lak, teppi/sæng, kodda)

Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. 

Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn, þá verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.