Titringur vegna ákvörðunar Birgis

9.Október'21 | 12:40
Birgir_midflokkur

Birgir Þórarinsson

Sitt sýnist hverjum um ákvörðun Birgis Þór­ar­ins­sonar um að segja skilið við Miðflokk­inn og ganga til liðs við þing­flokk Sjálf­stæð­is­flokks, einungis tveimur vikum eftir kosningar.

Heil sveðja í bakið á flokknum

Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi segir - í samtali við ruv.is - Birgi ekki vera að stinga flokkinn í bakið með einhverjum rýtingi með ákvörðun sinni heldur heilli sveðju. 

„Þetta er bara sorglegt, sérstaklega í ljósi þess hvað hann er að segja sjálfur; að það sé ekkert nýtt hvað honum hefur liðið illa og átt undir högg að sækja.“

Karl Gauti veltir því fyrir sér af hverju Birgir hafi verið að bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn, fá fólk til að vinna fyrir framboðið og reka kosningabaráttu, fyrst honum leið svona illa. „Þetta er bara alveg hræðilega sorglegt. Hann hefur verið eitilharður Miðflokksmaður í ræðu og riti, alveg fram að þessu. Það mátti ekkert búast við þessu.“

Birgir náði kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi en aðeins munaði 7 atkvæðum á honum og Hólmfríði Árnadóttur, oddvita VG. 

Sjá einnig: Birgir yfirgefur Miðflokkinn

Eykur breydd þingflokksins

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins bíður góðan vin sinn Birgir Þórarinsson velkominn í þingflokk Sjálfstæðisflokksins. „Eins er það frábært að Erna Bjarnadóttir fylgi honum. Okkur berst hér góður liðsauki með frábæru fólk sem eykur breydd þingflokksins. Hlakka til samstarfsins.”

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir á facebook-síðu sinni að það sé sönn ánægja að Birgir Þórarinsson hafi ákveðið að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann verður öflugur liðsmaður. Með Birgi fylgir öflugt fólk eins og Erna Bjarnadóttir varaþingmaður hans og baráttukona. Við bjóðum þau velkomin

Sorglegt að sjá vini mína í Sjálfstæðisflokknum fagna þessu á samfélagsmiðlum

Karl Garðarsson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta um vistaskipti þingmannsins á facebook-síðu sinni: 

„Það er enginn skortur á pólitískum óheiðarleika en sú ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, hálfum mánuði eftir kosningar, hlýtur að jaðra við Íslandsmet. Það er svo sem ekkert nýtt að þingmenn skipti um flokk. Birgir var hins vegar greinilega búinn að ákveða þetta fyrir kosningar, nýtir sér Miðflokkinn og kjósendur hans til að komast inn á þing, en yfirgefur skútuna strax og markmiðinu er náð. Subbulegra verður það vart. Sorglegt að sjá vini mína í Sjálfstæðisflokknum fagna þessu á samfélagsmiðlum. Við eigum aldrei að gleðjast yfir óheiðarleika.“

Tags

X2021

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.