Birgir yfirgefur Miðflokkinn

9.Október'21 | 07:05
birgir_thorarins_lit

Birgir Þórarinsson

Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur sagt skilið við flokkinn og er hann genginn til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins.

Birgir staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, sem og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn telur þá 17 þingmenn, en þingflokkur Miðflokksins telur nú aðeins tvo. 

Í Morgunblaðinu segir Birgir Þórarinsson að vistaskiptin megi rekja allt aftur til uppákomunnar á Klaustri árið 2018. Sjálfur hafi hann fordæmt framferði samflokksmanna sinna þar, og segist hann hafa vonað að um heilt hafi gróið síðan. Annað hafi komið á daginn. Eftir mikla umhugsun hafi hann ákveðið að hann ætti ekki lengur samleið með hinum þingmönnum Miðflokksins. 

Birgir ráðfærði sig við trúnaðarmenn Miðflokksins í Suðurkjördæmi, þar á meðal Ernu Bjarnadóttur sem var í öðru sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hún er varamaður Birgis á þingi, en verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins ef hún tekur sæti Birgis.

Birgir segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að eftir gagnrýni hans á Klausturmálið hafi hann aldrei notið fulls trausts innan þingflokksins. Um tíma hafi verið litið á hann sem vandamálið. Það hafi átt sér margar birtingarmyndir sem hann vilji ekki rekja í löngu máli.

Hann segist hafa talið að þessu væri lokið þegar undirbúningur hófst fyrir kosningarnar í haust. Fljótt hafi komið í ljós að svo var ekki, heldur hafi skipulögð aðför gegn honum farið fram af hálfu áhrifafólks innan flokksins til þess að halda honum frá efsta sætinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).