Fréttatilkynning:

Úti í Eyjum

- Eyjatónleikar í Hörpu 22.janúar 2022

7.Október'21 | 13:28

Eyjatónleikar verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu laugaradagskvöldið 22.janúar næstkomandi.  

Fjöldi frábærra listamanna koma þá saman og leika öll yndislegu Eyjalögin. Það er löngu kominn tími á að við fáum tækifæri á að rifja upp öll uppáhalds Eyjalögin, syngja með, upplifa sanna Eyjastemningu, koma saman og gleðjast.

Við höfum alltaf leitast við að blanda saman landsþekktu listafólki og listafólki úr Eyjum.  Á þessum 10 árum er fjöldi listamanna kominn langt á annað hundraðið.  Nú fáum við til liðs við okkur Magna Ásgeirs, Jóhönnu Guðrúnu, Kristján Kristjánsson (KK), Hreim Örn Heimisson höfund Þjóðhátíðarlagsins í ár, Magnús Kjartan Eyjólfsson brekkusöngvara 2021 og Eyjafólkið Rúnar Kristinn Rúnarsson (Vöggssonar), Söru Renee og Unu Þorvaldsdóttur.

Einvalalið er í hljómsveitinni undir styrkri stjórn Þóris Úlfarssonar sem tekur aftur við hljómsveitarstjórninni og leikur á hljómborð.  Sveitin er að öðru leiti skipuð nánast sömu aðilum og mörg undanfarin ár en þeir eru Birgir Nielsen Þórsson á trommur, Eiður Arnarsson á bassa, Jón Elfar Hafsteinsson á gítar, Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu, Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Ari Bragi Kárason á trompet og Sigurður Flosason á saxafón, flautur og slagverk og Kristján Gíslason og Alma Rut Kristjánsdóttir sjá um raddir.

Að venju verða þarna flutt mörg af bestu og yndislegustu lögum Eyjanna og svo notum við tímann vel, mætum snemma, gefum okkur góðan tíma í hléi og nýtum tímann eftir tónleikanna, því þetta er jú eitt allra stærsta og glæsilegasta árgangs-, ættar- og vinamót veraldar.

Miðasala hefst föstudaginn 8.október klukkan 12 á hádegi á harpa.is og tix.is og í miðasölu Hörpu í síma 528-5050, en það er forsala fyrir Eyjafólk og getur það farið inn á Heimaklett á Facebook og þar er linkur á söluna, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.