Íbúum fjölgar í Eyjum, en Íslendingum fækkar

7.Október'21 | 19:10
IMG_2944

Börnum undir 18 ára aldri hefur fækkað í Eyjum á umliðnum áratug um ríflega 18%. Á sama tíma hefur 67 ára og eldri fjölgað um rúmlega 50%.

Það voru gleðitíðindi í vikunni þegar greint var frá því að íbúatalan í Vestmannaeyjum væri komin yfir 4400. Nánar tiltekið í 4408 manns. 

Árið 2010 voru 4135 búsettir í Vestmannaeyjum. Hefur því fjölgað um 273 í bæjarfélaginu síðan þá.

Í þingkosningunum í síðasta mánuði voru alls 3067 á kjörskrá í Eyjum. Það var fækkun upp á 90 miðað við Alþingiskosningarnar árið 2017, en þá voru 3.157 á kjörskrá. Hvað skýrir þessa staðreynd að á meðan íbúum fjölgar, þá fækki á kjörskrá.

Erlendir ríkisborgarar úr 140 í 530 á rúmum áratug

Eyjar.net hefur rýnt tölurnar betur og í ljós kemur að erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað mikið í Eyjum undanfarin áratug. Árið 2010 voru búsettir í Eyjum 140 erlendir ríkisborgarar. Í ár eru þeir hins vegar 530, eða um 12% bæjarbúa.

Sjá einnig: Mun fleiri börn fæddust í fyrra en árin á undan

67 ára og eldri fjölgað um rúmlega 50%

Einnig er athyglisvert að skoða breytta aldurssamsetningu í sveitarfélaginu. En börnum undir 18 ára aldri hefur fækkað í Eyjum á umliðnum áratug um ríflega 18%. Þau voru samtals 1071 árið 2010, en eru í dag 904 talsins. Á sama tíma hefur 67 ára og eldri fjölgað um rúmlega 50% úr 449 í 678.

Þessu tengt: Aldursskiptingin í Eyjum - samfélagið er að eldast

Þessar tölur gefa vísbendingu um að vinnuafl með erlent ríkisfang hafi vaxið verulega síðasta áratuginn í Eyjum og má áætla að í dag séu nærri 3 af hverjum 10 á vinnumarkaðnum með erlent ríkisfang.

Heimildir/Hagstofan og Vestmannaeyjabær.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).