Bleikur október - eitt og annað á döfunni í Eyjum

7.Október'21 | 16:05
bleika_slaufan_2021_vefur

Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins.

Upp er runninn Bleikur október. Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að október-mánuður sé kallaður bleikur mánuður en bleiki liturinn er tilkomin vegna átaksins "Bleika slaufan". 

Bleika slaufan er átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

Í tilefni af bleikum mánuði býður Eyjabíó upp á kvikmyndina Stellu í orlofi um helgina. Nánar til tekið kl. 20:00 á laugardag og kl. 17:00 á sunnudag. Allur ágóði af miða-vörusölu rennur beint til Krabbavarnar.

Bleikt boð á Einsa Kalda

Þóra Hrönn hjá Kubuneh er með bleikar vörur í boði og rennur ágóðinn af þeirri sölu til Krabbavarnar. Ef þið eigið ekkert bleikt þá er tilvalið að kíkja til hennar, segir í tilkynningu frá Krabbavörn.

Bleikt boð verður fimmtudaginn 14. október á Einsa Kalda og opnar húsið kl. 19.00. Helga og Arnór gleðja viðstadda með tónlist og er matseðill á boðstólnum á kr. 5.000,-. Borðapantanir eru hjá Einsa Kalda.

Happadrætti verður með veglegum vinningum. Gíslína Dögg Bjarkadóttir verður þar með myndir sem hún hefur tileinkað bleikum október. Eru þetta 20 myndir 31x31. Myndirnar eru númeraðar og verða ekki framleiddar fleiri slíkar myndir. Hluti af soluverði myndanna rennur til Krabbavarnar.

Bleiki dagurinn verður 15. október

Föstudaginn 15. október verður svo Bleiki dagurinn. Við hvetjum alla til að gera daginn sem bleikastan með allskonar. Bleikur fatnaður, bleikt skraut, bleikt meðlæti með kaffinu o.s.frv.

Einhverjar verslanir verða með afslátt þennan dag og verður 900 Grillhús með tilboð á sóttum pizzum og rennur ágóðinn til Krabbavarnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.