Fjölbreytt dagskrá í félagsmiðstöðinni

4.Október'21 | 13:36
hvita_h

Félagsmiðstöðin er til húsa að Strandvegi 50. Ljósmynd/TMS

Félagsmiðstöðvar eru mikilvægur þáttur í lífi barna og unglinga og gegna því veigamikla hlutverki að sinna uppbyggilegu tómstunda- og félagsstarfi utan skólatíma.

Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar í Eyjum kynnti starfsemi vetrarins fyrir fjölskyldu- og tómstundaráði í liðinni viku.

Félagsmiðstöðin er fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára. Skemmtileg dagskrá er í hverjum mánuði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Ýmsir klúbbar verða í boði í vetur eins og Dungeons og Dragons, Félóklúbburinn og listaklúbbur sem unnin er í samstarfi við Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja, segir í fundargerð ráðsins.

Fram kemur í afgreiðslu fjölskyldu- og tómstundaráðs að ráðið telji mikilvægt að starfsemi félagsmiðstöðvarinnar bjóði upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungmenni í Vestmannaeyjum. Sérstaklega á tímum sem þessum þar sem ekki hefur verið mikið félagsstarf í boði fyrir ungmenni sl. mánuði vegna hertra samkomutakmarka vegna Covid 19.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...