Hermann Hreiðarsson ráðinn þjálfari ÍBV

3.Október'21 | 16:25
20211003_153402-001

Hermann Hreiðarsson stýrir liði ÍBV næstu þrjú árin.

Hermann Hreiðarsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari meistaraflokksliðs ÍBV í knattspyrnu. Hermann þekkir vel til í Eyjum. Þar ólst hann upp og lék með ÍBV og Tý upp alla flokka. Áður en hann hélt í atvinnumennskuna á Bretlandseyjum.

Hermann sneri sér að þjálfun eftir knattspyrnuferil sinn. Á þjálfaraferlinum hefur hann starfað sem aðalþjálfari í efstu deildum karla og kvenna hér á landi – þjálfaði karlalið ÍBV sumarið 2013, karlalið Fylkis árin 2015-2016 og kvennalið Fylkis 2017.

Þá hefur hann starfað sem þjálfari í ensku deildarkeppninni hjá Southend United og í indversku deildinni hjá Kerala Blasters. Hermann, sem er með UEFA Pro gráðu í þjálfun, er fæddur 1974. Alls lék hann 89 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 5 mörk.

Þriggja ára samningur

Hermann samdi við ÍBV til þriggja ára. Hann segir í samtali við Eyjar.net að hann sé fullur tilhlökkunar að takast á við verkefnið. Hermann segir aðspurður um hvort komið sé á hreint hver muni aðstoða hann, að það liggi ekki fyrir að svo stöddu. 

Í tilkynningu frá knattspyrnuráði ÍBV segir að miklar væntingar séu bundnar við ráðningu Hermanns. Þá segir að Hemmi flytji með fjölskylduna til Eyja í upphafi næsta árs og er mikil tilhlökkun hjá öllum fyrir þessu samstarfi.

ÍBV tryggði sér sæti í deild þeirra bestu nú í haust og verður spennandi að fylgjast með liðinu í Pepsí Max deildinni undir stjórn Hermanns á komandi tímabili.

Hermann og Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV handsala hér samninginn.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.