Ásmundur fékk flestar útstrikanir
2.Október'21 | 17:27Í þingkosningunum sl. helgi var oftast strikað yfir nafn Ásmundar Friðrikssonar af frambjóðendum Suðurkjördæmis. Ásmundur skipaði þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 156 sinnum var strikað yfir hans nafn sem jafngildir 2,14% kjósenda flokksins.
Mun oftar var strikað yfir nafn Ásmundar en nokkurs annars þingmanns í kjördæminu en á eftir honum kemur Vilhjálmur Árnason, sem skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. 38 sinnum var strikað yfir nafn hans sem jafngildir 0,52% kjósenda flokksins.
Þar á eftir kemur Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, en 28 sinnum var strikað yfir nafn hennar sem jafngildir 0,38% kjósenda flokksins.
17 sinnum var strikað yfir nafn Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem skipaði efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, sem jafngildir 0,24% kjósenda flokksins.
Til þess að fella mann í fyrsta sæti niður um sæti þurfa 25% kjósenda að strika út nafn hans, hlutfallið fyrir annað sætið er 20% og fyrir þriðja sætið er það 14,3%.
Hér má sjá listann í heild sinni.
Tags
X2021
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.