Stefnir í stóra loðnuvertíð

1.Október'21 | 10:57
heimaey_lodnunot__holmg

Frá síðustu loðnuvertíð. Ljósmynd/Hólmgeir Austfjörð

Hafrannsóknarstofnun leggur til að fiskveiðiárið 2021/2022 verði ekki veidd meira 904.200 tonn af loðnu. 

Það er mun meira en lagt var til í fyrra en samtals veiddust 128.600 tonn af loðnu á fiskveiðiárinu 2020/2021 og var það með minnsta móti frá því loðnuveiðar hófust, séu ár án veiði undanskilin, segir í frétt á fréttavef Vísis.

Samkvæmt bergmálsmælingunni var hrygningarstofn loðnu metinn 1.833.000 tonn. Vísitala ókynþroska loðnu er sú þriðja hæsta frá upphafi mælinga, samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar.

Undanfarin ár hefur loðnuveiði verið mjög lítil. Til að mynda var fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár landað í Vestmannaeyjum í febrúar. Engin sumar- og haustveiði fór fram í fyrra.

Ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar verður endurmetin eftir mælingar á stærð veiðistofnsins í byrjun næsta árs.

 

Vísir.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.