Ingi býður sig fram í bráðabirgðastjórn KSÍ

27.September'21 | 14:58
ingi_s

Ingi Sigurðsson

Framboðsfrestur til stjórnar KSÍ rann út á  laugardaginn sl. en aukaþing hefur verið boðað þann 2. október nk. Þar verður kosinn formaður og stjórn til bráðabirgða sem mun starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022. 

Ingi Sigurðsson er einn þriggja sem sækist eftir endurkjöri í stjórn KSÍ. Einungis Vanda Sigurgeirsdóttir, bauð sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða, samkvæmt upplýsingum á vef KSÍ.

Stjórn KSÍ sagði af sér í lok síðasta mánaðar eins og hún leggur sig skömmu eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður. Afsagnirnar komu í kjölfar mikillar samfélags- og fjölmiðlaumræðu um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. 

Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða:

 • Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík)
 • Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi)
 • Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ)
 • Helga Helgadóttir (Hafnarfirði)
 • Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum)
 • Sigfús Kárason (Reykjavík)
 • Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ)
 • Valgeir Sigurðsson (Garðabæ)

Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða:

 • Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík)
 • Margrét Ákadóttir (Akranesi)
 • Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)

Tags

KSÍ

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).