Fótboltasumarið gert upp hjá ÍBV

27.September'21 | 15:35
lokah_fotb_2021

Ljósmynd/ibvsport.is

Lokahóf meistaraflokka ÍBV í knattspyrnu var haldið sl. laugardag. Þar var Pepsi Max deildar sætum liðanna vel fagnað. 

En eins og flestir vita tryggðu strákarnir í meistaraflokki sér sæti á meðal þeirra bestu í Pepsi Max deild karla næsta sumar með því að lenda í 2. sæti Lengjudeildarinnar og meistaraflokkur kvenna hélt sínu sæti á meðal þeirra bestu í Pepsi Max deild kvenna en þær höfnuðu í 7. sæti deildarinnar, segir í frétt á vefsíðu ÍBV-íþróttafélags.

Júlíana Sveinsdóttir og Felix Örn Friðriksson voru heiðruð fyrir að ná 100 leikum, Júlíana í sumar en Felix í fyrrasumar. Þar sem ekki var hægt að halda lokahóf eftir tímabilið í fyrra þá nýtti knattspyrnuráð karla tækifærið og afhenti Jóni Ingasyni viðurkenningu fyrir að vera leikmaður ársins 2020 og Tómasi Bent Magnússyni viðurkenningu fyrir að vera efnilegasti leikmaðurinn 2020.

Ian Jeffs var heiðraður, en hann mun hverfa á braut eftir langan og farsælan feril sem leikmaður og þjálfari hjá félaginu.

Veittar voru eftirtaldar viðurkenningar til elstu flokka félagsins.

Meistaraflokkur kvenna:

 • Besti leikmaðurinn: Olga Sevcova
 • ÍBV-ari: Clara Sigurðardóttir
 • Markahæsti leikmaðurinn: Viktorija Zaicikova
 • Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn: Þóra Björg Stefánsdóttir

Meistaraflokkur karla:

 • Besti leikmaðurinn: Eiður Aron Sigurbjörnsson
 • ÍBV-ari: Guðjón Pétur Lýðsson
 • Markahæsti leikmaðurinn: Sito
 • Fréttabikarinn / efnilegasti leikmaðurinn: Guðjón Ernir Hrafnkellsson

2. flokkur kvenna:

 • Besti leikmaðurinn: Helena Jónsdóttir
 • ÍBV-ari: Thelma Sól Óðinsdóttir
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Ragna Sara Magnúsdóttir
 • Markahæsti leikmaðurinn: Selma Björt Sigursveinsdóttir

2. flokkur karla:

 • Besti leikmaðurinn: Björgvin Geir Björgvinsson
 • ÍBV-ari: Dagur Einarsson
 • Efnilegasti leikmaðurinn: Haukur Helgason
 • Markahæsti leikmaðurinn: Andrés Marel Sigurðsson

Fleiri myndir frá hófinu má sjá hér.

Tags

ÍBV

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).