Segja góðan starfsanda ríkja á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja

24.September'21 | 17:07
baejarskrif_20

Bæjarskrifstofur Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs í dag var lögð fyrir ráðið yfirlýsing frá starfsfólki stjórnsýslu- og fjármálasviðs bæjarskrifstofa Vestmannaeyja. 

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Af gefnu tilefni og í ljósi umræðna langar okkur starfsfólki stjórnsýslu- og fjármálasviðs á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja að koma eftirfarandi á framfæri. Við hörmum mjög þá umræðu sem átt hefur sér stað um vinnustað okkar. Hjá okkur ríkir góður starfsandi, fagleg vinnubrögð og gagnkvæm virðing meðal starfsfólks og stjórnenda á sviðinu.

Starfsfólk stjórnsýslu- og fjármálasviðs.”

Er yfirlýsingin send í kjölfarið af umræðu um meint einelti bæjarstjóra í garð ákveðinna starfsmanna hjá Vestmannaeyjabæ. Sú umræða hefur að einhverju leiti ratað í fjölmiðla, sem og á samfélagsmiðla. 

Sjá einnig: Ber bæjarstjóra þungum sökum 

Stefna og verkferlar um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi kynnt

Jafnframt voru lögð fyrir bæjarráð drög að stefnu og verkferlum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks Vestmannaeyjabæjar, sem stjórnsýslu- og fjármálasvið hefur unnið að síðan í vor. Stefnan og verklagsreglurnar taka mið af reglugerð sama efnis nr. 1009/2015.

Öryggistrúnaðarnefnd skipuð

Loks var rædd skipan öryggistrúnaðarnefndar Vestmannaeyjabæjar. Samkvæmt 6. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, ber að skipa öryggistrúnaðarnefnd. Mannauðsstjóri fór yfir verklag við skipan slíkra nefnda.

Ný stefna og verkferlar samþykktir og fylgt eftir við forstöðumenn stofnana bæjarins

Í niðurstöðu ráðsins þakkar bæjarráð starfsfólki stjórnsýslu- og fjármálasviðs yfirlýsinguna.

Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi drög að stefnu og verkferlum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóra Vestmannaeyjabæjar að fylgja þeim eftir við forstöðumenn stofnana bæjarins.

Loks felur bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og mannauðsstjóra Vestmannaeyjabæjar að sjá til þess að ný öryggistrúnaðarnefnd verði skipuð.

Eineltisstefna_-_uppfærð
Verklagsreglur_Vestmannaeyja_í_eineltis_og_kynferðismálum

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).