Viljayfirlýsing um undirbúning viðburða í tilefni 50 ára afmælis gosloka

17.September'21 | 16:02
kata_jak_iris_rob_stjr

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Í dag undirrituðu þær Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, viljayfirlýsingu um samvinnu og undirbúning viðburða í tilefni þess að árið 2023 verða 50 ár liðin frá eldgosinu á Heimaey og 60 ár liðin frá eldgosinu í Surtsey.

Til stendur að skipuleggja samnorrænan ráðherrafund forsætisráðherra í Vestmannaeyjum sumarið 2023 í kringum Goslokahátíð Vestmannaeyja.  Jafnframt stendur til að reisa minnisvarða á Heimaey með skírskotun til eldgosanna. Þá stendur til að skipuleggja málstofu um eldgosin í samvinnu við Jarðfræðafélag Íslands, fræðasamfélagið, HÍ, Veðurstofu, almannavarnir, embætti ríkislögreglustjóra, áhugafólk og fræðimenn, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Meginmarkmiðið með þessu er að vekja athygli Íslendinga á eldgosunum og þýðingu þeirra fyrir náttúruna og samfélagið. Jafnframt er það markmið að kynna eldgosin fyrir ráðamönnum Norðurlandanna og færa þeim þakkir fyrir veitta  aðstoð í kjölfar eldgossins á Heimaey.

Ómetanleg aðstoð barst frá Norðurlöndunum við endurreisn samfélagsins að loknu eldgosinu á Heimaey. Myndarlegum fjárveitingum úr ríkissjóðum Norðurlandanna var varið til uppbyggingar í Vestmannaeyjum sem og á meginlandinu til þess að tryggja flóttafólki heimili og þjónustu. Jafnframt stóðu Norðurlöndin fyrir almennum söfnunum og fyrir það fé var m.a. hægt að byggja hjúkrunarheimilið Hraunbúðir og leikskólann Kirkjugerði í Vestmannaeyjum. Jafnframt færðu Norðurlöndin Íslendingum fjölmörg hús fyrir flóttafólkið úr Vestmannaeyjum.

Gert er ráð fyrir að skipuð verði verkefnisstjórn með fulltrúum stjórnvalda og Vestmannaeyjabæjar, sem mun annast undirbúning og skipulagningu viðburðanna, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).