Haustbragur yfir veiðunum
17.September'21 | 12:00Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE hafa verið að veiðum austur af landinu það sem af er septembermánuði og hafa þeir landað ótt og títt í Neskaupstað.
Bergey landaði sl. sunnudag og aftur sl. miðvikudag og Vestmannaey landaði sl. mánudag og aftur í gær. Veiðin hefur verið þokkaleg hjá skipunum og þau hafa landað þétt til að tryggja vinnsluhúsum hráefni.
Haft er eftir Arnari Richardssyni, rekstrarstjóra Bergs-Hugins á vef Síldarvinnslunnar að haustbragur sé yfir veiðunum og farið að bera á brælum eftir einmunatíð í allt sumar fyrir austan. Segir hann að gert sé ráð fyrir að skipin landi í Vestmannaeyjum eftir helgina.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.