Bergþóra Þorkelsdóttir skrifar:

Vetur á þjóðvegum

- af samgöngum til Vestmannaeyja

14.September'21 | 14:27
hebbi_snjor

Það er markmið okkar sem að þessu starfa að Eyjamenn komist á sem öruggastan máta til og frá Vestmannaeyjum, segir greinarhöfundur. Ljósmynd/TMS

Gjörbreyting hefur orðið á samgöngum milli lands og Eyja á undanförnum misserum. Landeyjahöfn er nú dýpkuð þegar þörf er á og nýr Herjólfur hefur stórbætt nýtingu hafnarinnar frá því að hann hóf siglingar. 

Síðustu tvo vetur hefur höfnin færst nær þeim markmiðum sem að var stefnt í upphafi, að vera heilsárshöfn, þó vissulega sé ennþá hægt að bæta og gera betur.

Á árinu 2020 blasti við að rekstur Herjólfs ohf. samkvæmt samningi frá árinu 2018 var að sigla í þrot. Vegagerðin fyrir hönd ríkisins og stjórn Herjólfs ohf, sem gerði sér grein fyrir því að lengra yrði ekki siglt á forsendum þess samnings, hófu því viðræður um nýjan samning. Þessi staða var uppi þrátt fyrir að ríkið lagði félaginu til 246 m.kr. aukalega til þess að mæta áskorunum vegna heimsfaraldurs.

Á árinu 2020 var kláraður nýr samningur milli Vegagerðarinnar og Herjólfs ohf. þar sem tekið var á rekstrarvanda félagsins sem orðinn var óviðráðanlegur. Í þessum viðræðum var farið nákvæmlega í saumana á rekstrarlegum þörfum félagsins, möguleikum þess til tekjuuöflunar auk þess sem óskir um þjóunstustig voru skoðaðar.  Teknar voru ákvarðanir sem stuðla að jafnvægi í rekstri ferjunnar um leið og þjónusta við íbúa er í forgrunni. Í umræddum samningi er vetraráætlun alveg eins og var í þeim sem skrifað var undir árið 2018. Munurinn er sá að í þeim nýja er kveðið á um 6 ferðir á dag sem er aukning frá fyrri samningi þar sem 5 ferðir á dag var viðmiðið virka daga en 6 ferðir um helgar. Fyrri stjórn tók ákvörðun um 7 ferðir á dag án samráðs við viðsemjanda og án þess að hafa til þess fjármagn.

Þessar aðgerðir, sem farið var í lok árs 2020, hafa leitt til mun betri rekstrarafkomu en áður, sem er forsenda þess að hægt sé halda uppi góðri þjónustu og starfrækja samning við ríkið til langframa. Ef fram fer sem horfir, og það þrátt fyrir að heimsfaraldur hafi áfram haft neikvæð áhrif á árinu, verður Herjólfur ohf. í allt annari rekstrarlegu stöðu við lok árs 2021 en fyrir ári síðan.  

Aðeins að öðru. Heyrst hefur í umræðunni að þjónustustig á ferðum Herjólfs sé umtalsvert lakara en á vegum landsins.  Ef borið er saman þjónustustig á ýmsum þjóðvegum og siglingaáætlun Herjólfs er varla hægt að taka undir þetta. Vetrarsamgöngur á landi, á þjóðvegum landsins eru einnig háðar ytri aðstæðum. Það eru einungis allra umferðarþyngstu vegirnir sem eru þjónustaðir allan sólarhringinn á veturnar, langstærstur hluti vegakerfisins nýtur þjónustu frá morgni til klukkan 19:30-21:30 að kvöldi, allt eftir aðstæðum, auk þess er stór hluti þjónustaður mismarga daga í viku, alls ekki alla daga. Í Vestmannaeyjum er síðasta ferð úr Landaeyjahöfn kl. 22:15 á veturna og því verður ekki séð að um síðri vetrarþjónustu sé að ræða  til Vestmannaeyja en annarra þéttbýlisstaða á landsbyggðinni.

Góðar samgöngur eru lífæð mannlífs og atvinnulífs um land allt. Það er markmið okkar sem að þessu starfa að Eyjamenn komist á sem öruggastan máta til og frá Vestmannaeyjum. Þetta verður best tryggt með ábyrgð og metnaði í rekstri Herjólfs. Reksturinn þarf að vera skynsamlegur og í rekstrarlegu jafnvægi, einungis þannig verður til svigrúm til þess að þróa starfssemina í takt við þarfir samfélagsins á hverjum tíma. Á þeirri vegferð eru Vegagerðin og núverandi stjórn Herjólfs ohf.

 

Bergþóra Þorkelsdóttir
forstjóri Vegagerðarinnar

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).