Úrvalsdeildarsæti í sjónmáli

11.September'21 | 05:45
ibv_fotb_kk_ibv_fagn_2021fb

Vinnist sigur hjá Eyjamönnum í dag verður úrvalsdeildarsæti tryggt. Ljósmynd/ÍBV

Heil umferð verður leikin í dag í Lengjudeild karla. Eyjamenn eru í kjörstöðu til að tryggja sér sæti í efstu deild. Með sigri á Hásteinsvelli í dag gegn Þrótti R. tryggir liðið sér úrvalsdeildarsæti að ári.

ÍBV er í öðru sæti deildarinnar með 41 stig. Kórdrengir eru í þriðja sætinu með 37 stig. Eyjamenn eiga enn leik inni á Kórdrengi. Allir leikir dagsins hefjast klukkan 14.00.

Mótherjar ÍBV í dag eru hins vegar í mjög slæmri stöðu á hinum enda deildarinnar. Þróttarar verða að vinna tvo síðstu leiki sína til að eygja von um að halda sér í Lengjudeildinni. 

Frítt á leikinn í boði Ísfélagsins

Gleðin hefst klukkan 13 við Hásteinsvöll í dag. Þá verða hoppukastalar á svæðinu, grillaðar verða pylsur og ís á boðstólnum. Frítt er á leikinn í boði Ísfélagsins sem býður einnig upp á veitingarnar ásamt Heildsölu Karls Kristmanns, segir í tilkynningu frá ÍBV.

Jafnframt eru stuðningsmenn hvattir til að mætum í hvítu og fylla stúkuna á Hásteinsvelli. Látum í okkur heyra og styðjum ÍBV til sigurs, segir í tilkynningu frá félaginu.

Leikir dagsins í Lengjudeild karla:

Lau. 11. 9. 2021 14:00Extra völlurinn
 •  
 •  
 • Dómarar
Lau. 11. 9. 2021 14:00Ólafsvíkurvöllur
 •  
 •  
 • Dómarar
Lau. 11. 9. 2021 14:00SaltPay-völlurinn
 • Í beinni
 •  
 • Dómarar
Lau. 11. 9. 2021 14:00Fagverksvöllurinn Varmá
 •  
 •  
 • Dómarar
Lau. 11. 9. 2021 14:00Hásteinsvöllur
 •  
 •  
 • Dómarar
Lau. 11. 9. 2021 14:00Domusnovavöllurinn
 •  
 •  
 • Dómarar

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).