Vestmannaey VE við veiðar á svæði sem reyndist lokað
8.September'21 | 13:48Landhelgisgæslan hafði í gær afskifti af Vestmannaey VE, skipi Bergs-Hugins ehf. dótturfélags Síldarvinnslunnar, vegna veiða á Glettinganesgrunni í svokölluðum Skáp.
Við skoðun kom í ljós að tímabundið bann við veiðum með botnvörpu hafði verið sett á umrætt svæði með reglugerð í lok júní sl. en skipstjóra var ekki kunnugt um reglugerðina eða að svæðinu hefði verið lokað, segir í frétt á facebook-síðu Síldarvinnslunnar - móðurfélags Bergs-Hugins.
„Var skipinu því snúið til hafnar í Neskaupstað þar sem verður landað úr því. Virðist hafa farist fyrir hjá þar til bærum yfirvöldum að birta reglugerð um tímabundið bann á samráðsgátt eins og vænta mátti. Skýrslutöku vegna málsins er lokið og ráðgert er að Vestmannaey haldi á ný til veiða síðar í dag.” segir í fréttnni.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.