Bergur-Huginn styður Hlyn Andrésson

8.September'21 | 19:27
svn_vestmannaeyjahl_hlynur_a_arnar_rikka

Arnar Richardsson, rekstarstjóri Bergs-Hugins hér með Hlyni Andréssyni. Ljósmynd/Vestmannaeyjahlaupið.

Eyjapeyinn Hlynur Andrésson er á meðal helstu íþróttamanna þjóðarinnar. Hann keppir í langhlaupum og hefur verið iðinn við að setja Íslandsmet að undanförnu. Hlynur er nú handhafi Íslandsmeta í tíu vegalengdum, frá 3.000 m hlaupi og upp í maraþonhlaup.

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum tók ákvörðun um að styrkja Hlyn og stuðla að því að hann geti helgað sig íþrótt sinni, segir í frétt á facebook-síðu Síldarvinnslunnar - móðurfélags Bergs-Hugins.

Þar segir jafnframt að sl. laugardag hafi hið árlega götuhlaup Vestmannaeyja farið fram og í tengslum við það undirrituðu Hlynur og Arnar Richardsson, rekstarstjóri Bergs-Hugins, styrktarsamning.

Í styrktarsamningnum má lesa eftirfarandi: „Tilgangur þessa styrktarsamnings er að gera Hlyni kleift að einbeita sér að því að stunda sína íþróttagrein án utanaðkomandi truflana í því skyni að ná markmiðum sínum og standa straum af nauðsynlegum útgjöldum vegna uppihalds og ferðalaga í tengslum við næstu þrjú ár eða fram yfir Olympíuleikana í París árið 2024 en Hlynur hefur sett sér það markmið að ná lágmarki fyrir maraþon á leikunum.“

Það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með Hlyni á næstu árum og er honum hér með óskað velfarnaðar.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.