Eyjarnar með fullfermi

7.September'21 | 17:51
Bergey_ve_fugl

Bergey landaði í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðar fullfermi í gær; Bergey í Vestmannaeyjum og Vestmannaey í Neskaupstað. 

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá. Þar er rætt við skipstjórana sem báðir létu þokkalega vel af sér. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, sagðist vera býsna hress enda hefði verið fínn afli og fínt veður í veiðiferðinni.

„Eftir löndun í Neskaupstað á dögunum fórum við út á svonefnda Gauraslóð og fengum þar blandaðan afla, mest þorsk og ýsu. Síðan var farið á Breiðdalsgrunn og fyllt þar. Við stoppum nú í tvo sólarhringa og förum út annað kvöld. Þá verður haldið á ný austur fyrir,“ segir Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagðist vera sáttur við gang mála og túrinn hefði einkennst af ágætis nuddi.

„ Við byrjuðum á Ingólfshöfða og tókum þar þrjú hol. Síðan voru einnig þrjú hol tekin í Sláturhúsinu. Þá var haldið á Urðarhrygg suðvestur úr Hvalbaknum og þar var fyllt. Þetta var blandaður afli, mest ýsa. Við héldum út frá Neskaupstað strax eftir löndun og byrjuðum á að kasta á Glettinganesgrunni. Núna erum við inni í Skáp og það er áfram fínasta nudd en engin kraftveiði. Stefnt er að því að landa aftur í Neskaupstað á fimmtudaginn,“ segir Birgir Þór.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).