Kynntu alvarlega fjárhagsstöðu ÍBV fyrir ráðherrum

2.September'21 | 19:02
dalur_yfirl_gig

Ljóst er að sú ákvörðun að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum tvö ár í röð hefur haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu ÍBV. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á síðasta fundi bæjarráðs fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir drög að minnisblaði frá ÍBV um fjárhagsstöðu félagsins vegna áhrifa Covid á tekjur þess.

Ljóst er að sú ákvörðun að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum tvö ár í röð hefur haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu félagsins og sérstaklega rekstur barna- og unglingastarfs. Fulltrúar ÍBV íþróttafélags og bæjarstjóri hafa fundað með menntamálaráðherra, sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra og kynnt þá alvarlegu stöðu sem upp er komin hjá félaginu vegna þeirra takmarkanna sem ríkisstjórnin setti og urðu til þess að ekki var hægt að halda Þjóðhátíð.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að bæjarráð þakki upplýsingarnar og tekur undir þær áhyggjur sem ÍBV hefur af þeirri stöðu sem upp er komin hjá félaginu. Bæjarráð fól bæjarstjóra að fylgjast með gangi viðræðna milli félagsins og stjórnvalda.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.