Óskar eftir fundi með ráðherra og Vegagerð um flugsamgöngur milli lands og Eyja

29.Ágúst'21 | 17:15
iris_icelandaair

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fyrir framan vél Icelandair á Vestmannaeyjaflugvelli í sumar. Ljósmynd/TMS

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir það óásættanlegt að ekki verði áætlunarflug til Eyja.

En í gær tilkynntu forsvarsmenn Icelandair þá ákvörðun að hætta áætlunarflugi milli lands og Eyja frá og með næstu mánaðarmótum vegna lítillar eftirspurnar.

Haft er eftir Írisi á fréttavef Ríkisútvarpsins að bæjaryfirvöld í Eyjum telji það gríðarlega mikilvægt að tvær samgönguleiðir séu til Eyja. Hún segir það mjög miður að forsvarsmenn Icelandair hafi tekið þessa ákvörðun að hætta flugi á markaðslegum forsendum. „Við teljum að það sé nauðsynlegt að hafa flugsamgöngur þannig við þurfum að leita leiða til þess að fá það í gegn. Við getum ekki sætt okkur við það að það sé ekki áætlunarflug til Eyja,“ segir Íris og bætir við að margir Eyjamenn hafi kosið að nýta sér flugsamgöngur yfir vetrartímann. 

Sjá einnig: Icelandair hættir flugi til Eyja

Fram kemur í viðtalinu að Íris hafi óskað eftir fundi með samgönguráðherra og forsvarsmönnum Vegagerðarinnar vegna málsins. Hún segist ekki trúa öðru en að vel verði tekið í samtalið. Leita verði annarra leiða ef teljist fullreynt að fljúga á markaðslegum forsendum. 

„Þetta er ekki vanalegt ástand, hér hafa verið flugsamgöngur og við teljum að þær þurfi að vera. Þannig að þetta er svona nýtt verkefni sem ég vil meina að ríkisvaldið standi frammi fyrir.  Það verður bara að leita annarra leiða, ef það er ekki hægt að fljúga til Vestmannaeyja á markaðsforsendum þá þarf að leita annarra leiða og ríkisstyrkir er væntanlega kostur sem þarf að skoða,“ segir Íris.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.