Icelandair hættir flugi til Eyja

28.Ágúst'21 | 12:18
20210602_190804

Vél Icelandair á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Icelandair mun hætta áætlunarflugi milli lands og Eyja um næstu mánaðarmót. Þetta staðfestir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair Group í samtali við Eyjar.net.

Hún segir að þau hafi séð fram á að eftirspurn myndi ekki standa undir flugi til Vestmannaeyja í september. „Við ákváðum því að ljúka sumaráætlun okkar mánuði fyrr, í lok ágúst í stað lok september.”

Aðspurð um hvernig flugið milli lands og Eyja hafi gengið í sumar segir Ásdís að flugið hafi gengið ágætlega í sumar. „Við höfðum þó væntingar um meiri eftirspurn og teljum að margir samverkandi þættir hafi haft þar áhrif. Ferðaþjónusta tók seinna við sér en við höfðum vonað vegna áhrifa COVID-19 faraldursins sem leiddi til færri erlendra ferðamanna á landinu í sumar.

Þá settu breytilegar ferðatakmarkanir og samkomureglur strik í reikninginn og vegna veðurblíðu fyrir norðan og austan, lá straumur innlendra farþega að miklu leyti þangað. Við höfum ekki tekið ákvörðun um næsta sumar, en almennt til lengri tíma litið, sjáum við tækifæri í Vestmannaeyjum sem áfangastað bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem myndi skila sér í aukinni tíðni og þjónustu til heimamanna.” segir Ásdis Ýr.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...