Spjaldtölvuinnleiðing á áætlun

27.Ágúst'21 | 07:00
spaldtolvu_kennsla_grv_fb

Í vetur verður gerð könnun meðal nemenda til að meta árangur af innleiðingunni. Ljósmynd/GRV.

Spjaldtölvuinnleiðing GRV var rædd á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í vikunni. Guðbjörg Guðmannsdóttir, verkefnastjóri spjaldtölvuinnleiðingar í GRV, fór yfir stöðu spjaltölvuinnleiðingar í skólanum.

Fram kemur í fundargerð að innleiðingin sé á áætlun skv. stefnu og tækjakostur í samræmi við það sem gert var ráð fyrir á þessum tímapunkti.

Guðbjörg kynnti einnig niðurstöður úr mælingum um árangur af innleiðingunni. Gerð var könnun meðal kennara á síðastliðnum vordögum og töldu um 94,2% þeirra hafa bætt sig í tækninni á síðasta skólaári. 76,9% voru á því að kennsluhættir hafi breyst með tilkomu tækjanna en um 50% telja sig þó ekki fá nægilegt svigrúm til að æfa sig eins og þau myndu kjósa.

83% telja sig fá nægilegan stuðning frá stjórnendum við innleiðinguna og 84% fá nægilegan almennan stuðning. 38,5% telja að spjaldtölvan hafi nýst til tíma- eða vinnusparnaðar. 88,4% telja að tæknikunnátta og tæknilæsi nemenda hafi aukist. Meirihlutinn er á því að fjölbreytni í verkefnaskilum nemenda hafi aukist og með því nái nemendur að virkja sköpunarkraft sinn enn frekar. Jafnframt er meirihluti kennara á þeirri skoðun að innleiðingin sé til bóta og muni bæta árangur nemenda.

Heilt yfir eru niðurstöðurnar afar góðar og gefa vísbendingar um að það gangi vel að uppfylla þau markmið sem sett eru fram í stefnu um innleiðingu spjaldtölva. Í vetur verður gerð könnun meðal nemenda til að meta árangur af innleiðingunni enn frekar og þá verður unninn gátlisti til að meta stöðu tækja, net- og skýjalausna.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ráðið þakki Guðbjörgu kynninguna og fyrir góð störf sem verkefnastjóri spjaltölvuinnleiðingarinnar. Það er ánægjulegt að innleiðingin gengur skv. áætlun og að árangursmælingar gefi vísbendingar um þróun í rétta átt.

lokaskýrsla verkefnastjóra

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).