Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 28. ágúst

26.Ágúst'21 | 16:28
likamsrækt

Heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður heimilt að opna fyrir leyfðan hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.

Fjöldatakmarkanir miðast áfram við 200 manns og reglur um 1 metra nálægðarmörk og grímuskyldu verða óbreyttar. 

Aftur á móti verður sund- og baðstöðum, heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta samkvæmt starfsleyfi, eins metra regla felld niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og í sviðslistum, auk fleiri tilslakana sem nánar eru raktar hér að neðan. Heilbrigðisráðherra kynnti þessar breytingar á fundi ríkisstjórnar í morgun og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerð þessa efnis tekur gildi 28. ágúst og gildir til 17. september, að því er segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur meðal annars fram að frá því að gildandi reglugerð tók gildi 25. júlí 2021 hafi faraldur Covid-19 verið á hægri niðurleið hér á landi. Einnig hafi komið í ljós að áhættan á smiti hjá óbólusettum sé tvöföld miðað við áhættuna hjá bólusettum og þá sé áhættan á innlögn á sjúkrahús fjórföld hjá óbólusettum miðað við bólusetta og sexföld þegar innlögn á gjörgæsludeild sé skoðuð. Þannig megi fullyrða að útbreidd bólusetning hér á landi hafi komið í veg fyrir smit en sérstaklega hindrað alvarlegar afleiðingar COVID-19. Sóttvarnalæknir bendir á að útbreiðsla faraldursins innanlands í kjölfar þess að öllum takmörkunum innanlands var aflétt í byrjun júlí hafi verið hröð og því telji hann mikilvægt að fara varlega í afléttingar innanlands og á landamærum á næstunni.

Samkomutakmarkanir frá og með 28. ágúst til 17. september:

 • Áfram verður miðað við 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðartakmörkun og almenna grímuskyldu.
 • Sund- og baðstaðir; heimilt að opna fyrir leyfðan hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.
 • Heilsu- og líkamsræktarstöðvar; heimilt að opna fyrir leyfðan hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi.
 • Íþróttir: Iðkendur mega vera 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum.
 • Eins metra regla fellur niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og í sviðslistum.
 • Veitingasala heimiluð í hléum á íþróttaviðburðum og sviðslistum.
 • Heimild fyrir 200 manns í sviðslistum , bæði á æfingum og sýningum.
 • Eins metra regla fellur niður við athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga.
 • Söfn; heimilt að taka á móti leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi að gættri 1 metra reglu.
 • Veitingastaðir; heimilt að taka á móti 200 gestum í rými. Gestir skulu skráðir í sæti í samræmi við ákvæði reglugerðar.
 • Skráningarskylda: Á öllum viðburðum verður skylt að skrá gesti í sæti, líkt og á veitingastöðum, í samræmi við ákvæði reglugerðar. Skráningarskyldan á einnig við um einkasamkvæmi sem haldin eru á veitingastöðum eða viðlíka stöðum þar sem áfengisveitingar eru heimilar.

Hraðpróf og fjölmennir viðburðir – gildistaka 3. september Sóttvarnalæknir leggur til að tekin verði upp notkun hraðprófa í tengslum við fjölmenna viðburði en mælir ekki með notkun sjálfsprófa þar sem þau séu ekki nógu nákvæm. Unnið verður að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis á næstu dögum miðað við að hægt verði að hafa  500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk miðað við notkun hraðprófa. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum. Ákvæði nýrrar reglugerðar um takmarkanir á samkomum sem snýr að notkun hraðprófa á viðburðum tekur gildi 3. september og verður þá kynnt sérstaklega.

Tags

COVID-19

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...