Með töluvert breytta stundatöflu frá því sem áður þekkist

26.Ágúst'21 | 16:19
hamarsskoli_0521

M.a. er lögð áhersla á hreyfingu fyrri part morguns í verkefninu. Ljósmynd/TMS

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja í gær kynnti Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi stöðuna á þróunar- og rannsóknarverkefninu Kveikjum neistann.

Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum 17. ágúst sl. þar sem starfsdagur í GRV var helgaður verkefninu. Vinna í skólanum við undirbúning hefur þó staðið yfir í nokkurn tíma. Stofnuð hafa verið fimm teymi kennara miðað við áhersluþætti þróunarverkefnins og hófu teymin og umsjónarkennarar í 1. bekk undirbúning á vorönn með stuðningi frá fag- og fræðifólki m.a. á vegum HÍ og NTNU.

Foreldrar nemenda í 1. bekk fengu kynningu á verkefninu á vorönn og stefnt er að frekari kynningum og fræðslu á næstunni. Nemendur í 1. bekk eru með töluvert breytta stundatöflu frá því sem áður þekkist þar sem m.a. lögð er áhersla á hreyfingu fyrri part morguns, lestur, stærðfræði og náttúrufræði. Nemendur fá síðan áskorun miðað við færni í sérstökum þjálfunartímum sem eru um hádegisbil og síðan taka ástríðutímar við.

Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar hefur verið stofnað og er það með aðsetur við Menntavísindasvið. Ráðinn hefur verið einn doktorsnemi við setrið sem mun sinna rannsóknarhlutanum og til stendur að ráða annan á næstunni. Að auki hefur verið ráðinn verkefnastjóri í 30% stöðu sem mun m.a. sjá um utanumhald verkefnis og miðlun hjá setrinu. Faghópur sem skipaður er starfsmönnum skólaskrifstofu, stjórnendum GRV og fulltrúum HÍ hefur umsjón með faglega hluta verkefnisins.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að ljóst sé að verkefnið sé komið vel af stað og verður ánægjulegt að fylgjast frekar með framgangi þess á næstu mánuðum og árum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.