Vetraráætlun Herjólfs tekur gildi um mánaðarmótin

25.Ágúst'21 | 09:15
hebbi_snjor

Vetraráætlun Herjólfs tekur gildi þann 1. september. Ljósmynd/TMS

Næstkomandi miðvikudag 1. september hefst vetraráætlun Herjólfs. Herjólfur kemur til með að sigla samkvæmt henni þar til annað verður tilkynnt.

Áætlunin er sem hér segir :

  • Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 16:00, 18:30 og 21:00.
  • Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 17:15, 19:45 og 22:15.

Strætó kemur til með að fylgja ferðum kl. 09:30 og 18:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 og 19:45 frá Landeyjahöfn.

Að því sögðu viljum við vekja athygli á að þeir farþegar sem ætla að nýta sér seinni ferð strætó til Landeyjahafnar koma ekki til með að þurfa að bíða í Landeyjum til 22:15 líkt og áður var, heldur ná þeir ferð kl. 19:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. 

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.