Eftir Alfreð Alfreðsson

Enn og aftur um gangnagerð

23.Ágúst'21 | 07:01
jardgong_faereyjar

Hugur greinarhöfundar leitar aftur til framfarasinnaðra nýbúa í Vestmannaeyjum fyrir rúmri öld síðan, hvað um huga þeirra hafi farið.

Stundum þegar ég tek mér penna í hönd minnist ég þeirra sem eyjuna byggðu snemma á síðustu öld. Fólkið sem andaði að sér frelsinu. Frelsinu sem forfeður þeirra dreymdi um kynslóð fram af kynslóð en nú var loksins komið í höfn. 

Leiðin lá þangað sem mest var úr bítum að hafa, þó hætturnar biðu við hvert horn. Dugnaðarforkar með hugsjón hleyptu af stokkunum fyrirtækjum sem enn í dag halda uppi velsæld byggðarlagsins og munu halda því áfram löngu eftir að sá sem þessi orð skrifar gengur sitt síðasta skref á þessari jörð.

Þeir sem landið þiggja

Það liggur létt á okkur Íslendingum þessa dagana. Austfirðingurinn Jim Ratcliffe er óðum að leggja fjórðunginn undir sig.Hinn 28 ára gamli Gustav Magn­ar Witzøe frá Noregi er að leggja undir sig fiskeldið á landinu. Norðmenn eru í óða önn að tryggja sér réttindi til að virkja vindinn og þýska fyrirtækið Steag er að fara að hefja útflutning á vikri frá Hjörleifshöfða, stefnan er sett á lítil milljón tonn á ári næstu 100 árin eða svo.

Norðmaðurinn Ivar Tollefsen er líka skemmtilegur fír eða þannig. 1.637 íslenskar fjölskyldur leigja af honum íbúðir, og þannig er hann væntanlega stærsti eigandi íbúða á landinu.

Það er svo sem ekki ný saga að auðurinn yfirgefi landið okkar meðan við horfum þögul á. Í henni Kaupmannahöfn eru mörg fögur hús sem byggð voru fyrir auð sem fluttur var af þarlendum kaupahéðnum, sem í ein tvö hundruð ár höfðu einkarétt á því að níðast á okkur fjárhagslega.

Milljón tonn af vikri á ári

Steag gaf út þá yfirlýsingu í vikunni að þeir hyggðust flytja eina milljón tonna af vikri úr landi á ári næstu hundrað árin. Vikurinn á að flytja landleiðina til Þorlákshafnar á úrelltum þjóðvegum landsins og er ekki á bætandi, 115 til 250 skipsfarmar eftir því hversu stór höfnin kemur til með að verða. Hugur minn leitar aftur til framfarasinnaðra nýbúa í Vestmannaeyjum fyrir rúmri öld síðan, hvað um huga þeirra hefði farið. Tækifærið sem í augsýn er er að mínu mati borðleggjandi. Göng til eyja og stórskipahöfn norðan eiðis, göng sem koma til með að stytta leið hvers vörubíls um 150 kílómetra. 30 trailerar verða notaðir við flutningana. Miðað við akstur allan sólarhringinn yrðu þetta 84 þúsund ferðir fram og til baka um göngin á ári. Fimm þúsund krónur aðra leiðina myndi þýða 840 milljónir á ári, auk hafnargjalda sem myndu margfalda tekjur hafnarinnar frá því sem nú er. Hver maður hlýtur að sjá að þetta er vinn vinn dæmi fyrir báða aðila.

Hvað varð um stórhuginn?

Ég velti því fyrir mér hvar okkur fór að förla. Hvar eruð þið andans menn, arftakar þeirra sem eyjuna byggðu í upphafi síðustu aldar? Hefur enginn hugsjón lengur? Hefur enginn þá burði til að bera að geta skapað eitthvað sem kynslóðir framtíðarinnar koma til með að dást að og minnast fyrir framsýni og þor? Er nema von að maður spyrji.

 

Alfreð Alfreðsson

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).