Nóg að gera í pysjubjörgun

14.Ágúst'21 | 10:30
20210813_195416

Pysju sleppt vestur á hamri. Ljósmynd/TMS

Mikið líf er á kvöldin og fram á nótt í Eyjum um þessar mundir. Er um að ræða björgunarfólk sem leitar að lundapysjum um allan bæ. Mikið er af pysju og er skráður fjöldi í eftirlitið nú að nálgast tvö þúsund.

Í fyrradag var þyngdarmetið slegið á ný en Emelía Ögn, Sara Björk og Viktoría Nansý fundu pysju sem var 462 grömm. Gamla metið var 429 gr. og var það sett nokkrum dögum áður. Lundapysjurnar nú virðast vel á sig komnar og ljóst að mun auðveldara er fyrir lundann að sækja æti nú en áður til að fæða pysjurnar.

Þegar þessi frétt er skrifuð er búið að skrá 1809 pysjur á vefsíðu Pysjueftirlitsins. Af þeim er búið að vigta 1119 og er meðalþyngd þeirra 322 grömm. Er fólk sem finnur pysjur hvatt til að skrá þær á síðuna. Slóðin er lundi.is.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...