Georg Eiður Arnarson skrifar:

Forgangsmál Flokks fólksins

13.Ágúst'21 | 07:19
georg_arnars

Georg Eiður Arnarson

Þar sem undirritaður hefur ákveðið að taka sæti á framboðslista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, er rétt að kynna fyrir kjósendum forgangsmál flokksins.

Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna!

Nýtt almannatryggingakerfi og afnám skerðinga!

 • Lágmarksframfærsla verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust.
 • Við munum koma á nýju almannatryggingakerfi, sem tryggir lágmarksframfærslu.  Komum í veg fyrir að óskiljanlegar og víxlverkandi skerðingarreglur læsi fólk í fátæktargildru.
 • Við munum hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. 
 • Við ætlum að leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna.
 • Við ætlum að heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. 
 • Við hvetjum einstaklinginn til sjálfsbjargar og munum aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir.
 • Við munum löggilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Við munum aldrei skattleggja fátækt!

 • Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa
 • Skattleysismörk verði hækkuð í 350.000 kr. á mánuði.

Við munum verja heimilin!

 • Við ætlum að afnema verðtryggingu húsnæðislána.
 • Við viljum að almenningi verði heimilt að endurfjármagna verðtryggð lán með óverðtryggðum lánum án þess að undirgangast lánshæfis- og greiðslumat.
 • Við ætlum að afnema með öllu himinhá uppgreiðslugjöld á lánasamningum sem Íbúðalánasjóður gerði á sínum tíma.
 • Við munum berjast gegn húsnæðiskorti með því að skapa hvata til aukinnar uppbyggingar á nýju húsnæði. Verð íbúðalóða skal miða við raunkostnað, en ekki duttlunga markaðarins.

Kvótann aftur heim og fullt verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni!

 • Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem auðlindirnar okkar eru sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til.  
 • Við munum beita okkur fyrir því að íbúar sjávarbyggða njóti aukins réttar til að nýta sjávarauðlindina með jákvæðum áhrifum á sjávarplássin víðs vegar um land 
 • Við ætlum að stórefla strandveiðar og gera handfæraveiðar frjálsar.
 • Við krefjumst þess að þjóðin fái fullt verð fyrir sameiginlegan aðgang að auðlindum hennar. 
 • Við styðjum lögfestingu ákvæðis um þjóðareign á auðlindum í stjórnaskrá.

Við munum tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld!

 • Við munum tryggja öldruðum búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
 • Við munum berjast fyrir því að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti.
 • Við ætlum að afnema vasapeninga-fyrirkomulagið.
 • Við ætlum að leiðrétta samansafnaða kjaragliðnun örorku- og ellilífeyrisþega. 
 • Við munum tryggja aukið lýðræði og gegnsæi í lífeyrissjóðum.
 • Við munum tryggja að lífeyrisréttindi erfist við andlát.

Við munum útrýma biðlistum! Einn sem bíður er einum of mikið!

 • Við munum tryggja fjármögnun heilbrigðiskerfisins að fullu.
 • Við munum útrýma öllum biðlistum eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 
 • Við munum tryggja að fólk, sem fæðist með lýti, fái læknisaðgerðir niðurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands.
 • Við munum aldrei sætta okkur við að börn þurfi að bíða eftir brýnni læknishjálp. Slíkt er þjóðarskömm.

Við viljum að Ísland axli ábyrgð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, án þess að aðgerðir í þágu umhverfisverndar bitni á almenningi!

 • Við munum beita okkur gegn grænum sköttum sem auka misskiptingu og fátækt. Þeir greiði mest sem menga mest.
 • Við viljum nýta hreinar orkulindir landsins af skynsemi svo draga megi úr mengun, samhliða náttúruvernd.
 • Við styðjum ekki takmarkanir á ferðafrelsi almennings innanlands til að njóta eigin náttúru. Hálendið er unaðsreitur sem má ekki stofnanavæða í formi þjóðgarðs með tilheyrandi ráðherraræði á kostnað almannaréttar. Það hafa ekki allir efni á utanlandsferðum.

Við munum fjármagna kosningaloforðin!

 • Við munum afnema undanþágu lífeyrissjóða til að halda eftir staðgreiðslu skatta við innborgun í sjóðina.  Þannig mun staðgreiðslan tekin strax við innborgun en ekki þegar greitt er út úr sjóðunum eins og nú er.  Þessi breyting mun skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í auknar tekjur án þess að skerða lífeyrisréttindi fólksins.
 • Við ætlum að færa persónuafsláttinn frá þeim ríku til hinna efnaminni. Það er sanngjarnt, réttlátt og eðlilegt.
 • Fullt verð verði innheimt fyrir aðgang að sjávarauðlindinni. 
 • Við munum innleiða bankaskattinn á ný.
 • Við munum hreinsa til í kerfinu og draga úr hvers konar óþarfa útgjöldum ríkissjóðs.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).