Þyrla Gæslunnar sótti sjúkling til Eyja

11.Ágúst'21 | 14:08
tf-eir_ads

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/Aðsend

Í hádeginu í gær var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út til að annast sjúkraflug frá Vestmannaeyjum. 

Sjúkraflugvél gat ekki lent á Heimaey vegna flugbrautarframkvæmda og því var TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, send til Eyja. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli þar sem sjúkrabíll beið og flutti sjúklinginn á Landspítalann, að því er segir í færslu á facebook-síðu Landhelgisgæslunnar.

Auk ofangreinds útkalls sinnti þyrlusveitin þrem öðrum útköllum í gær. Í fyrrinótt var áhöfnin á TF-EIR kölluð út vegna fólks sem varð strandaglópar við Blöndu eftir bílveltu. Fólkið var orðið kalt og hrakið en það var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur um Sprengisand og Kjalveg á buggý bílum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin að hópnum laust fyrir klukkan fimm og flutti fólkið til Reykjavíkur.

Laust eftir klukkan átta í gærkvöldi var þyrlusveitin kölluð út í þriðja sinn. Göngumaður slasaðist í Móskarðshnúkum í miklum bratta og þurfti að komast undir læknishendur. Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins huguðu að manninum þar til þyrla Gæslunnar kom á staðinn og flutti til Reykjavíkur.

Á ellefta tímanum í gær var áhöfn þyrlunnar kölluð út í fjórða sinn vegna konu sem slasaðist á gönguleiðinni á Langahrygg og ljóst að erfitt yrði að flytja hana landleiðina. Björgunarsveitarmenn huguðu að konunni þar til áhöfn þyrlunnar kom á staðinn. Hún var hífð um borð í TF-EIR og flutt á Landspítalann í Fossvogi.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.