Uppfærð frétt
Þjóðhátíðarmannvirkin tekin niður
11.Ágúst'21 | 20:12Síðdegis í dag hófust sjálfboðaliðar ÍBV handa við að taka niður mannvirkin í Herjólfsdal. Það er því endanlega ljóst að búið er að flauta af allt þjóðhátíðarhald þetta árið.
Enda var það gefið út af yfirvöldum í gær að samkomutakmarkanir yrðu framlengdar um a.m.k. tvær vikur til viðbótar.
Sjá einnig: Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar um tvær vikur
Í dag var eins og áður segir byrjað að taka niður mannvirkin, og var verið að byrja að taka Kínahofið niður þegar ljósmyndari Eyjar.net var á ferðinni í Herjólfsdal. Spurningin er hvað gert verði við brennuna á Fjósakletti?
Fleiri myndir úr dalnum í dag má sjá hér að neðan.
Uppfært:
Í tilkynningu á vefsíðu hátíðarinnar segir að Þjóðhátíðinni í ár sé aflýst. „Í ljósi ákvarðana stjórnavalda um áframhaldandi samkomutakmarkanir er Þjóðhátíð 2021 aflýst. Afstaða til miðakaupa er þegar hafin inná mínum síðum á dalurinn.is. Sjáumst í dalnum 2022.”

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.