Garðar nýr framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja

11.Ágúst'21 | 08:45
fiskmarkadur_ve

Ljósmynd/TMS

Gengið hefur verið frá ráðningu Garðars Sigurjónssonar í starf framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. 

Fram kemur í tilkynningu að hann muni hefja störf 6. september nk. Garðar er 28 ára gamall, tveggja barna faðir og uppalinn í Garðabæ. Sambýliskona hans er Eyjakonan Sandra Dís Pálsdóttir.

Garðar tekur við af Kristjáni Georgssyni sem hefur sinnt því starfi sl. 6 ár með góðum árangri en hann hefur ákveðið að skipta um starfsvettvang.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.