Gildandi samkomutakmarkanir innanlands framlengdar um tvær vikur

10.Ágúst'21 | 18:46
goslokahatid_2019

Áfram verður kveðið á um 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðarreglu. Ljósmynd/TMS

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis að framlengja gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir um tvær vikur, þ.e. til og með 27. ágúst. 

Áfram verður því kveðið á um 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðarreglu m.a. í verslunum og öðru opinberu húsnæði og óbreyttar reglur um grímunotkun. Meðfylgjandi minnisblað sóttvarnalæknis með tillögu um framlengingu samkomutakmarkana ásamt áhættumati var rætt á fundi ríkisstjórnar í dag.

Í minnisblaðinu er rakin þróun smita frá gildistöku reglugerðar um samkomutakmarkanir 23. júlí síðastliðinn, fjallað um stöðuna á Landspítalanum, sýnatöku, smitrakningu og fleira. Frá því að reglugerðin tók gildi hefur fjöldi greindra smita dag hvern verið með því mesta frá upphafi heimsfaraldursins. Hlutfall jákvæðra sýna af einkennasýnum hefur verið á bilinu 2,5-5% og haldist nokkuð stöðugt, segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins.

Ekki tímabært að aflétta aðgerðum innanlands

Sóttvarnalæknir bendir á að fjöldi smita dag frá degi hafi ekki allt að segja um áhrif faraldursins á Landspítala. Nú sé unnið að nánari greiningu á því hve góða vernd bólusetningin veitir gegn alvarlegum veikindum meðal viðkvæmra hópa og almennt, byggt á áhættuflokkum fyrir bólusetningu, áhættuflokkum göngudeildar og aldri. Fram kemur að meira en helmingur einstaklinga 70 ára og eldri sem greinst hafa í þessari bylgju sé á fyrstu viku veikinda og því sé ekki komin reynsla af því hvernig gangur veikinda verður hjá þessum hópi. Í þessu ljósi telur sóttvarnalæknir ekki tímabært að aflétta aðgerðum innanlands.

Samtal við hagsmunaaðila um sóttvarnir

Heilbrigðisyfirvöld leggja áherslu á að eiga áfram samtal við hagsmunaaðila varðandi samkomutakmarkanir og fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða eftir því sem aðstæður breytast, meðal annars við menningarstofnanir og íþróttahreyfinguna.

Tags

COVID-19

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.