19 í einangrun og 38 í sóttkví

9.Ágúst'21 | 17:13
hsu_21

Á HSU í Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, eru tekin sýni alla virka daga kl. 13:00-13:15. Ljósmynd/TMS

Í dag, mánudaginn 9. ágúst, eru 19 einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og 38 í sóttkví. Enn eru að greinast smit utan sóttkvíar og því mikilvægt að fara varlega, huga vel að smitvörnum og fylgja öllum reglum um sóttvarnir.

Þetta kemur fram í tilkynningu aðgerðastjórnar. enn fremur segir að reglurnar séu einfaldar og við þekkjum þær öll. Notum handspritt og andlitsgrímu og virðum fjarlægðar- og fjöldatakmarkanir.

Þeir sem finna fyrir flensueinkennum eru hvattir til að fara í sýnatöku og halda sig til hlés þar til niðurstaða liggur fyrir. Á HSU í Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, eru tekin sýni alla virka daga kl. 13:00-13:15. Best er að skrá sig í sýnatöku gegnum vefsíðu Heilsuveru.is en einnig má hafa samband við heilsugæsluna í síma 432-2500. Mæting í sýnatöku er við inngang á 1. hæð, aðkoma frá Helgafellsbraut. Raðir geta myndast utan dyra á álagspunktum í sýnatöku og er fólk hvatt til að klæða sig eftir veðri. Allir sem mæta í sýnatöku eiga að nota andlitsgrímu.

 

Tags

COVID-19

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.