Rita gerir sig heimakomna í Húsasmiðjunni

3.Ágúst'21 | 16:35
IMG_6121

Fram kemur á fuglavefnum að ritan sé afar félagslynd, og það má til sannsvegar færa í umræddu dæmi. Ljósmyndir/TMS

Rituungi hefur gert sig heimakominn í porti Húsasmiðjunar í Vestmannaeyjum. Ritan hefur verið þar síðan í byrjun síðustu viku og þyggur þar veitingar.

Ekkert fararsnið var á fuglinum, þannig að einn starfsmanna Húsasmiðjunnar brá á það ráð að höfðu samráði við Sea Life Trust að fara með fuglinn upp í Landeyjahöfn og sleppa honum þar. Var það gert síðastliðið föstudagskvöld. 

Þegar starfsfólk Húsasmiðjunnar sneri til vinnu aftur eftir verslunarmannahelgina í morgun, var rituunginn mættur á svæðið. Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum þegar Jón Ben Ástþórsson var að gefa ritunni loðnu í gogginn í dag.

Á fuglavefnum segir um rituna að hún sé einkennismáfur fuglabjarga og úthafsins. Er á stærð við stormmáf. Fullorðin rita er blágrá á baki og yfirvængjum, með alsvarta vængbrodda en að öðru leyti hvít á fiður. Á veturna eru hnakki og afturháls gráir, svartar kámur á hlustarþökur. Ungfugl og fuglar á fyrsta vetri eru eins og fullorðnir fuglar í vetrarbúningi til höfuðsins en auk þess með svartan hálfkraga á afturhálsi. Bak er eins og á fullorðnum ritum, ofan á vængjum eru svartir V-laga bekkir. Svört rák er á stéljaðri, stélið lítið eitt sýlt. Á fyrsta sumri hverfur svarta stélbandið og tveggja ára fuglar eru svipaðir fullorðnum.

Ritan er mikill sjófugl sem sést oft á hafi úti fjarri landi en sjaldan inn til landsins. Hún er ákaflega létt og lipur á flugi, hringsólar oft kringum fiskibáta og steypir sér eftir æti eins og kría. Fram kemur á fuglavefnum að ritan sé afar félagslynd, og það má til sannsvegar færa í dæminu hér að ofan.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...